DATTACA LABS

Námskeið fyrir persónuverndarfulltrúa

Þegar staða fyrirtækisins hefur verið greind (Leiðin til innleiðingar), þá liggur fyrir hvað fyrirtækið þarf að gera til að innleiða GDPR reglugerðina.

Í innleiðingunni felst greining og vinnsla á viðeigandi verkþáttum. Við útbúum aðgerðaráætlun og aðlögum fyrirtækið að persónuverndarlöggjöfinni.

Algengir verkþættir

– Klára vinnsluskrá
– Afla heimilda fyrir vinnslu persónuupplýsinga
– Yfirfara vinnslusamninga
– Útbúa innri persónuverndarstefnu
– Persónuverndaryfirlýsingu
– Verklagsreglur
– Leiðbeiningar um hvernig mæta skuli réttindum
   einstaklinga
– Útbúa öryggisstefnu
– Framkvæma áhættumat og afhenda reglubók
– Fræðsla fyrir starfsfólk
– Fræðslufundur um persónuvernd og öryggisbresti
– Fræðslufundur um réttindi einstaklinga
– Lokaskýrsla og kynning

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við tæknilega þætti eins og hreyfanleika gagna og afhendingu á gögnum. Við metum einnig þörf fyrirtækisins á persónuverndarfulltrúa og hvaða þjónustuleið hentar þeim best.