Persónuverndarfulltrúi til leigu

Dattaca Labs býður upp á persónuverndarfulltrúa til leigu. Reglugerðin gerir kröfu um að persónuvernd verði hluti af menningu fyrirtækis.

Í dag sinnir Dattaca Labs starfi persónuverndarfulltrúa hjá fjölda fyrirtækja og sveitarfélaga og hefur því mikla reynslu og þekkingu á því sviði.
Með því að tilnefna persónuverndarfulltrúa sýnir viðkomandi fyrirtæki að það þeim sé umhugað um persónuvernd viðskiptavina og starfsmanna. Fyrirtækið hefur kost á að leita beint til sérfræðings sem þekkir fyrirtækið ef upp koma álitamál í tengslum við persónuvernd.
Persónuverndarfulltrúi hefur það hlutverk að innleiða persónuvernd í menningu fyrirtækisins sem og því ábyrgð hans mikil.
Persónuverndarfulltrú má vera starfsmaður fyrirtækis sem og ytri aðili. Ytri aðili má vera einstaklingur og/eða lögaðili. En það þarf að gæta að ýmsum atriðum og lykilatriðið er að hann hafi færni, þekkingu og getu til að sinna hlutverkinu ásamt því að geta staðið utan hagsmuna fyrirtækisins í þágu þess einstaklings sem á í hlut.
Aðkoma persónuverndarfulltrúa (e. data protection officer) er mismikil eftir umfangi og umsýslu persónuupplýsinga hjá viðkomandi fyrirtæki. Sum fyrirtæki eru með sérfræðing í persónurétti í fullu starfi, hjá Dattaca Labs býðst fyrirtækjum að vera með sérfræðing á leigu, þ.e persónuverndarfulltrúa sem sinnir verkefnum og hlutverki sínu hjá fyrirtækinu eftir þörfum fyrirtækisins.
Þegar við erum búin að innleiða reglugerðina sjáum við betur hversu mikla aðkomu fyrirtækið hefur þörf fyrir og veljum hentugustu þjónustuleið eftir því. Í boði eru þrjár fastmótaðar þjónustuleiðir sem hægt er að miða við en einnig er hægt að sérútbúa þjónustuleið eftir fyrirtækjum.

Persónuverndarfulltrúi A – Hentar minni fyrirtækjum.
Persónuverndarfulltrúi B – Hentar meðalstórum fyrirtækjum.
Persónuverndarfulltrúi C – Hentar stórum fyrirtækjum eða sveitarfélögum.

  Verkefni og hlutverk persónuverndarfulltrúa:

 • Eftirlit með því að löggjöfinni sé framfylgt
 • Eftirlit með því að farið sé eftir öðrum lögum er varða persónuvernd
 • Eftirlit með því að farið sé eftir og viðhaldið sé persónuverndarstefnu
 • Regluleg fræðsla til stjórnenda og starfsmanna
 • Regluleg námskeið f. nýja starfsmenn.
 • Reglulegar úttektir
 • Ráðgjöf vegna áhættumats
 • Tengiliður við Persónuvernd
 • Tengiliður við einstaklinga
 • Ráðgjöf vegna mats á áhrifum á persónuvernd
  Kostir þess að tilnefna persónuverndarfulltrúa
 • Að sinna persónuvernd hefur þýðingu fyrir orðspor fyrirtækja og tryggð þeirra við viðskiptavini.
 • Að tilnefna persónuverndarfulltrúa dregur úr áhættu
 • Að tilnefna persónuverndarfulltrúa getur aukið skilvirkni og dregið úr kostnaði
 • Hægt að leita beint til hans ef upp koma álitamál í tengslum við persónuvernd.
  Hvern má tilnefna sem persónuverndarfulltrúa?
 • Aðila sem hefur ekki hagsmuna að gæta
 • Verður að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir
 • Þó að þær fari gegn hagsmunum fyrirtækisins
 • Óheppilegt ef hann er jafnframt stjórnandi í fyrirtækinu
 • Aðili sem býr yfir mikilli þekkingu og færni
 • Þekking á lögum og lagaframkvæmd á sviði persónuverndar
 • Þekkingu á tækni og upplýsingakerfum
  Sjálfstæði sem persónuverndarfulltrúi nýtur:
 • Óheimilt er að gefa honum fyrirmæli um hvernig hann skuli haga starfi sínu
 • Óheimilt er að refsa persónuverndarfulltrúa fyrir að sinna starfi sínu
 • Ef sjálfstæði persónuverndarfulltrúa er ógnað ber honum að tilkynna það til æðstu stjórnar viðkomandi fyrirtækis
 • Það er mjög mikilvægt að stjórnendum og starfsmönnum sé kunnugt um tilvist persónuverndarfulltrúa og hlutverk hans

Dattaca Form
You can also email us directly at contact@dattacalabs.com