Við hjálpum fyrirtækjum að búa til sérsniðnar lausnir

Smelltu hér

Dattaca Labs er leiðandi þjónustuveitandi á Íslandi. Við vinnum með opinberum stofnunum, frumkvöðlum, sveitarfélögum, innlendum og fjölþjóðlegum fyrirtækjum við að þróa nýjar lausnir og þjónustu á fjölmörgum sviðum, þar á meðal í heilbrigðistækni, fjármálatækni, fjarskiptum og IoT.

Markmið okkar er að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að koma auga á og auka verðmæti í samskiptum milli einstaklinga og þjónustuveitanda. Þegar einstaklingar geta átt og stjórnað persónuupplýsingum sínum og veitt leyfi til notkunar á þeim sjálfir, skapast tækifæri til mikillar verðmætaaukningar fyrir samfélagið í heild sinni.

6. júní, 2017

Dattaca Labs og Digi.me í samstarf um þróun á nýrri tækn

Lesa fréttatilkynningu

Fyrir einstaklinga

 • Eignarréttur yfir eigin gögnum skýr
 • Lærðu af þínum eigin gögnum
 • Ráðstöfunarréttur yfir gögnunum algjör
 • Í krafti gagna getur falist sjálfstraust og sjálfsvirðing
 • Sjálfsöryggi fylgir eigin gögnum í flóknum heimi persónugagna
 • Það að hafa eigin gögn fyllir þig öryggi

Fyrir fyrirtæki

 • Aðgengi að mun ítarlegri gögnum um hvern einstakling
 • Hefur tækifæri til að kynnast viðskiptavinum þínum mun betur
 • Þú hefur upplýst samþykki fyrir notkun gagna
 • Þú uppfyllir persónuverndarreglugerðir
 • Þú getur séð fyrir þarfir og væntingar viðskiptavina

Afhendum einstaklingum gögnin sín

Vitund neytanda um persónuvernd og öryggismál fer mjög vaxandi, aldrei hafa fleiri notað auglýsingastoppara á netinu sem dæmi, við þessum kröfum fólks er verið að bregðast m.a með strangari persónuverndarreglum Evrópusambandsins (DGPR), þar sem verið að að undirstrika eignarrétt einstaklinga á sínum gögnum og verið að gefa þeim tækifæri til að færa gögn sín frá fyrirtækjum til einstaklingsinna.

Upplýst samþykkti

Með því að biðja einstaklinga um leyfi til að fá aðgang að tilteknum persónuupplýsingum í skiptum fyrir þjónustu, þægindi eða umbun getur fyrirtæki þitt fengið aðgang að mun nákvæmari og ítarlegri gögnum en þú hefur í dag, þú gætir því ef rétt er að staðið að málum skilað mun persónulegri þjónustu til viðskiptavini þinna en þú getur í dag.

Hollusta viðskiptavinar

Með því að nálgast viðskiptavini þína á þann hátt sem höfðar til þeirra sem einstaklinga getur þú hjálpað fyrirtækinu þínu að byggja upp og auka traust sem getur skilað sér í ánægðari viðskiptavinum sem eru ólíklegri til að leita annað eftir þjónustu.

Prófaðu nýjar hugmyndir

Ef þú ert nýsköpunarfyrirtæki, frumkvöðull eða berð ábyrgð á viðskiptaþróun innan þíns fyrirtækis ættir þú að hafa samband við okkur og athugað hvort við getum ekki hraðað leið þinni á markað.