DATTACA LABS

DPOrganizer

DPOrganizer er öflugt vef- og stjórnkerfi fyrir persónuupplýsingar, sem hentar öllum persónuverndarfulltrúum, allt frá litlum fyrirtækjum yfir í stór alþjóðleg fyrirtæki.

DPOrganizer er sérstaklega ætlað að halda utan um skjöl og stjórnþætti persónuverndar innan fyrirtækja. Kerfið eykur skilvirkni og auðveldar samskipti við tengda aðila fyrirtækja er varðar persónuvernd, svo sem mismunandi starfsstöðvar, vinnsluaðila o.s.frv. Kerfið gerir fyrirtækjum m.a. kleift að útbúa skýrslur, halda utan um skráningar á vinnslum, halda utan um vinnslusamninga, kalla eftir endurskoðun, sinna eftirliti, framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd og sinna áhættustýringu. 

Hafa samband – contact@dattacalabs.com

Skýringarmyndband