Vef- og stjórnkerfið DPOrganizer fyrir persónuverndarfulltrúa á íslensku

Þeir sem sinna starfi persónuverndarfulltrúa eða starfa í tengslum við persónuvernd hafa nú kost á nýta sér vef- og stjórnkerfið DPOrganizer á íslensku. Kerfið er sérstaklega skapað fyrir störf persónuverndarfulltrúa út frá nýju persónuverndarlöggjöfinni (GDPR).

Excel hrúgur og tímafrekar aðgerðir sem hafa fylgt þínu starfi heyra nú sögunni til. DPOrganizer er eins einfalt og stjórnkerfi persónuverndarfulltrúa eiga að vera, enda er það hannað af sérfræðingum í persónuvernd fyrir sérfræðinga í persónuvernd. Kerfið hefur aðeins eitt markmið og það er að auðvelda stjórnun persónuverndar og hentar öllum fyrirtækjum, stórum alþjóðafyrirtækjum sem smáum staðbundnum fyrirtækjum.

Kerfið býður upp á óendanlega möguleika í kringum alla helstu þætti í starfi persónuverndarfulltrúa, þar má t.d. nefna eftirlit, endurskoðun á persónuverndarstefnum, mat á vinnslum o.s.frv. Skráning á vinnsluaðferðum og kortlagning á gagnavinnslu út frá mismunandi hópum og staðsetningum. Hægt er að fá skýrari yfirsýn yfir áhættur og áhættustýringu sem og framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP). Jafnframt er hægt að setja inn skráningar á atvikum og öryggisbrotum ásamt því að auðkenna vöntun á upplýsingum með svokallaðri gloppugreiningu (e. gap identification). Þeir bjóða svo viðskiptavinum sem kaupa leyfi aðgengi að innleiðinga pakka og aðgengi að þjónustu- og viðskiptavinagátt sem aðstoðar við allt sem tengist kerfinu.

Eitt af því besta við DPOrganizer er hversu auðvelt það er að hlaða inn t.d excel gögnum inn í kerfið eins og t.d. vinnsluskrá. Ferðin úr excel skjölum yfir í DPOrganizer er einstaklega auðvelt og fljótlegt í framkvæmd. Með kerfinu er hægt að hafa mun betri yfirsýn yfir t.d gagnageymsluna, vinnslusamninga, vinnsluskránna og verkferla sem gerir starfið og þjónustuna gæðameiri.

Samskipti við tengda aðila er einn af stóru kostum kerfisins þar sem ótakmarkaðir notendur fylgja öllum leyfisgjöldum, ef fyrirtækið er t.d. með nokkrar deildir eða starfsstöðvar þá er hægt að vera með tengilið á hverri stöð sem hægt er að eiga samskipti við.

Einn af úrvals eiginleikum DPOrganizer er persónuverndargáttin (e. transparency widget) sem virkar þannig að einstaklingur sem hefur tiltekið hlutverk gagnvart fyrirtækinu getur séð skýrar hvaða upplýsingaöflun og meðferð á sér stað m.v hans stöðu, þetta eykur enn frekar á gagnsæi viðskiptavina gagnvart fyrirtækinu. Fyrirtæki ættu hiklaust að skoða þennan eiginleika.

DPOrganizer er jafnframt vottaður sem traustur söluaðili til opinberra stofnanna. Enda öll gögn dulkóðuð og örugg, vernduð með tvíþættri sannvottun og geymd í gagnaverum í Evrópu. Allar gagnamiðstöðvar eru prófaðar og vottaðar samkvæmt ISO 27001 og ISO 14001.

Þegar öllu eru á botninn hvolft og persónuvernd eða yfirstjórn kallar eftir stöðu fyrirtækisins í persónuverndarmálum, þá er með auðveldum hætti hægt að sækja ítarlega skýrslu með aðeins einum smelli. Kerfið útbýr PDF sem gefur nákvæma mynd af stöðunni miðað við þær upplýsingar sem kerfið hefur að geyma. Þetta er einn af góðu kostunum við kerfið hversu auðvelt það er að framreiða vinnuna á læsilegan og faglegan hátt.

Hægt er að sækja ókeypis prufuaðgang í 30 daga eða óska eftir fund þar sem farið er í kerfið á meiri dýpt. Hér getur þú smellt til að sjá kynningarmyndband um kerfið.